Reiðskóli Langhúsa var haldinn sumarið 2020, í Fljótum, Ólafsfirði og Hofsósi.

Það var mjög ánægjulegt og skemmtilegt, en þar sem það var erfitt að vera með allt úthaldið langt frá bænum stendur ekki til að endurtaka það.

En við getum sett upp reiðnámskeið fyrir hópinn þinn:

Reiðnámskeið geta verið sett upp að Langhúsum, fyrir hópa:

Við höfum góða aðstöðu, reynslu og kunnáttu til að halda reiðnámskeið fyrir hópa, til dæmis 3-5 daga námskeið.  Það er margskonar góð gistiaðstaða í nágrenninu og gott að vera í Fljótum.

Ef þið hafið hóp sem langar að koma saman á reiðnámskeið, til dæmis fyrir byrjendur eða lítið vana fullorðna sem langar að byrja af alvöru í hestamennsku, endilega hafið samband.  Þið segið okkur hvernig hópurinn er, og hverjar ykkar óskir eru (til dæmis blanda af reiðkennslu, útreiðartúrum, og jafnvel löngum reiðtúr með nesti síðasta daginn), og við setjum saman skemmtilega dagskrá og gerum tilboð í pakkann.

Skráning og  styrkir vegna námskeiða fyrir fullorðna:

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til: arnhei@simnet.is

Starfsmenntasjóðir verkalýðsfélaga styrkja gjarnan vegna námskeiðsgjald á ýmsum endurmenntunarnámskeiðum eins og þessum, verið ófeimin að spyrja verkalýðsfélögin.

http://icelandichorse.is/

Um reiðkennarann:

Ég er menntuð frá reiðskólanum á Hólum og með kennararéttindi frá Kennaraháskóla Íslands, hef verið grunnskólakennari í 20 ár og rekið hestaleigu í 8 ár með alls kyns reiðkennslu í tengslum við hana, einnig tamið og þjálfað hross frá því ég var ung.  Svo hef ég með mér gott aðstoðarfólk.

Arnþrúður Heimisdóttir, Langhúsum, Fljótum (Lukka).

http://icelandichorse.is/