Reiðtúrar/hestaleiga hjá Langhúsum:

Hestaleigan Langhúsum býður upp á persónulega þjónustu, og vinsæla reiðtúra.

Vinsælustu túrarnir okkar eru Víkingatúrinn, Strandferðin og Alls konar fyrir alla.

Fjölskyldustundin (þar sem lífsins er notið innandyra með hestunum, í hesthúsi og reiðskemmu) er líka mjög vinsæl fyrir fjölskyldur með lítil börn.

Víkingatúrinn er reiðtúr um sveitina, bæði úti í náttúrunni, með fjallasýn og fleira, og svo er farinn malarvegur þar sem hægt er að fara á tölt eða brokk fyrir þá sem vilja.  Þetta er tveggja tíma túr og vinsælasti túrinn hjá Íslendingum.

Strandferðin er tveggja tíma túr, þar sem riðið er niður í Haganesvík og eftir ströndinni (eða á vegi við ströndina ef það er háflóð), og svo er hægt að fara sömu leið til baka á tölti eða brokki, eða náttúruleið sem er meira utan vega.  Þessi reiðtúr er ekki í boði á æðarvarpstíma (uþb. 20. apríl til uþb. 1. júlí).  Þetta er tveggja tíma túr.

Alls konar fyrir alla er 3 1/2 – 4 tíma túr í fjölbreyttri náttúru og reiðleiðum, á fjölbreyttum hraða.  Við höfum nestisstopp í miðjum túr, förum af baki og teygjum úr fótunum.  Við höfum þá saman notalega nestistund með bakkelsi, kaffi, Swiss miss og ljúflegheitum.

Svo ef ykkur langar að gera eitthvað annað, hafið bara samband og við sjáum til hvað við getum gert.

Sjá alla túra HÉR (ensk útgáfa).

Á undan reiðtúrunum bjóðum við alltaf Í ÓKEYPIS BÓNUS upp á smá reiðkennslu með grunnatriðum í því að stjórna hestinum, sem er frábært fyrir byrjendur eða lítið vana, enda höfum við hesta sem eru vanir fólki sem aldrei hefur farið á bak áður.

Fyrir lengra komna þá getum við auðvitað sleppt reiðkennslunni ef fólk vill.
Leiðsögumaðurinn er helst alltaf annað okkar hjónanna að Langhúsum, ef við vitum að það eru Íslendingar á leiðinni.  Við erum heimamenn sem rekum okkar stóra hrossabú hér á bænum, og höfum mjög gaman af að segja ykkur frá öllu hérna, bæði náttúru, örnefnum, lífinu í fallegu sveitinni okkar, mannlífi og hverju sem er.  Börnin okkar eru 5. kynslóðin á bænum, við eru sannarlega rótgróin í sveitinni.  Ef þið viljið friðsælan túr án spjalls er það auðvitað hið besta mál líka.

En takmark okkar er að þið hafið skemmtilegan dag með góðum hesti, njótið öryggis og nærverunnar með indælu hestunum okkar.

Það er gott ef þið segið okkur aðeins frá bakgrunni ykkar þegar þið bókið.  Túrinn getur verið t.d. flott ferð fyrir börn, notalegur reiðtúr fyrir byrjendur, við erum líka hundvön að sjá um smeykt fólk og höfum mjög trausta hesta fyrir þau, og vanir sem vilja hressan hraðan reiðtúr geta líka farið í stuðferð með okkur.

FLJÓTAMENN:  Það er líka gaman að heyra af því ef þið eruð ættuð úr Fljótunum.  Hver veit nema að við getum hannað eitthvað sérhannað handa ykkur.

Innifalið: kaffi, te eða kakó á eftir.

Við höfum innandyra heitan pott og sturtur sem hægt er að fara í á eftir gegn auka gjaldi.  Toppur á rigningardögum eða þegar maður vill einfaldlega vera hreinn og slakur í lokin.  Það er líka í boði að kaupa vöfflukaffi á eftir.

Sendið tölvupóst til arnhei@simnet.is til að bóka.  Ef fyrirvarinn er mjög stuttur (minna en einn sólarhringur) er hægt að hringja í síma 8478716 eða 8654951.  Uppfærð verð eru á ensku lýsingu túranna, en þið getið líka hringt í okkur til að ræða nánari lýsingu á reiðtúrunum, fá uppfærð verð osfrv.

Við hlökkum til að taka á móti þér eða ykkur.

Staðsetning:  Við erum í Fljótum í Skagafirði, við gatnamót Siglufjarðarvegar (vegur 76) og Haganesvíkurvegar (vegur 788).  Þið getið t.d. skrifað Langhús (þá kemur upp Langhus farm) á google maps, eða Arnþrúður Heimisdóttir Langhúsum á ja.is til að finna okkur á korti.  Eða ef þið þekkið Hofsós og Siglufjörð, þá erum við í bara 20 mín. akstursfjarlægð frá báðum þessum stöðum.

Víkingatúrinn eða Strandferðin, 2 klst. reiðtúr á 18 000 kr. á mann fyrir fullorðinn.


Alls konar fyrir alla, 3,5-4 klst. reiðtúr á 29 000 kr. fyrir fullorðinn (nesti/hressing innifalin).


  Ef þið hafið eitthvað annað í huga, hafið samband við okkur til að fá tilboð í það.

Bókað í síma 8478716 eða 8654951 eða með því að senda tölvupóst til arnhei@simnet.is eða með því að senda skilaboð á Facebook til: Arnþrúður Heimisdóttir.

Ef þið viljið bóka með minna en sólarhrings fyrirvara er best að hringja.

Við hlökkum til að sjá ykkur.