Reiðtúrar/hestaleiga hjá Langhúsum árið 2020:

Hestaleigan Langhúsum býður upp á persónulega þjónustu, og sumarið 2020 bjóðum við upp á góð tilboð, þetta er frábært tækifæri til að njóta ævintýris á hestbaki á góðu verði.

Á undan reiðtúrunum bjóðum við alltaf Í ÓKEYPIS BÓNUS upp á smá reiðkennslu með grunnatriðum í því að stjórna hestinum, sem er frábært fyrir byrjendur, enda höfum við hesta sem eru vanir fólki sem aldrei hefur farið á bak áður. Sú reiðkennsla er ókeypis viðbót við túrinn.

Fyrir lengra komna þá getum við auðvitað sleppt reiðkennslunni ef fólk vill.
Leiðsögumaðurinn er alltaf annað okkar hjónanna að Langhúsum, við erum heimamenn sem rekum okkar stóra hrossabú hér á bænum, og höfum mjög gaman af að segja ykkur frá öllu hérna, bæði náttúru, örnefnum, lífinu í fallegu sveitinni okkar, mannlífi og hverju sem er. Eða ef þið viljið friðsælan túr án spjalls er það auðvitað hið besta mál líka.

En takmark okkar er að þið hafið skemmtilegan dag með góðum hesti, njótið öryggis og nærverunnar með indælu hestunum okkar.

Það er gott ef þið segið okkur aðeins frá bakgrunni ykkar þegar þið bókið. Túrinn getur verið fyrir flott ferð fyrir börn, notalegur reiðtúr fyrir byrjendur, við erum líka hundvön að sjá um smeykt fólk og höfum mjög trausta hesta fyrir þau, og vanir sem vilja hressan hraðan reiðtúr geta líka farið í stuðferð með okkur.

Vinsælustu reiðtúrarnir okkar eru tveggja tíma langir, en við getum líka farið styttri eða lengri túra.

Innifalið: kaffi, te eða kakó á eftir.

Við höfum innandyra heitan pott og sturtur sem hægt er að fara í á eftir gegn auka gjaldi.  Toppur á rigningardögum eða þegar maður vill einfaldlega vera hreinn og slakur í lokin.

Sendið tölvupóst til arnhei@simnet.is til að bóka.  Ef fyrirvarinn er mjög stuttur (minna en einn sólarhringur) er hægt að hringja í síma 8478716 eða 8654951.

Við hlökkum til að taka á móti þér eða ykkur.

Staðsetning:  Við erum í Fljótum í Skagafirði, við gatnamót Siglufjarðarvegar (vegur 76) og Haganesvíkurvegar (vegur 788).  Þið getið t.d. skrifað Langhús (þá kemur upp Langhus farm) á google maps, eða Arnþrúður Heimisdóttir Langhúsum á ja.is til að finna okkur á korti.  Eða ef þið þekkið Hofsós og Siglufjörð, þá erum við í bara 20 mín. akstursfjarlægð frá báðum þessum stöðum.

Tilboð 2020 fyrir Íslendinga eða aðra með lögheimili á Íslandi, bara í ár, nú er um að gera að nota tækifærið og skreppa á hestbak (svo er hægt að biðja um sér tilboð ef þið eruð fjögur eða fleiri saman):

1 klst. reiðtúr á 9000 kr. fyrir fullorðinn og 6000 kr. fyrir börn yngri en 14 ára.


2 klst. reiðtúr á 12000 kr. fyrir fullorðinn og 7000 kr. fyrir börn yngri en 14 ára í fylgd með fullorðnum, en 9000 kr. fyrir börn yngri en 14 ára sem eru ekki í fylgd með fullorðnum.


Afsláttur fyrir hópa sem eru 5 eða fleiri (hafið samband við okkur til að fá tilboð).

Bókað í síma 8478716 eða 8654951 eða með því að senda tölvupóst til arnhei@simnet.is eða með því að senda skilaboð á Facebook til: Arnþrúður Heimisdóttir.

Ef þið viljið bóka með minna en sólarhrings fyrirvara er best að hringja.

Við hlökkum til að sjá ykkur.