Reiðskóli Langhúsa – skráning er hafin.
REIÐNÁMSKEIÐ SUMAR 2020.

Námskeið 1

Hofsós 8.-13./15.-16. og 18.-19. júní (10 skipti)

Námskeið 1

Hofsós 8.-13./15.-16. og 18.-19. júní (10 skipti).  Hestamannaf. Skagfirðingur stendur fyrir námskeiðinu.  Sjáið meiri upplýsingar neðar á síðunni.

Námskeið 2

Ólafsfjörður 29. júní - 3. júlí, og 6. júlí-8. júlí (8 skipti)

Námskeið 2

Ólafsfjörður 29. júlí -7. ágúst (10 skipti).  Hestamannaf. Gnýfari stendur fyrir námskeiðinu.  Sjáið meiri upplýsingar neðar á síðunni.

Námskeið 3

Fljótum 20. - 23. júlí og 27. - 29. júlí (7 skipti)

Námskeið 3

Fljótum 20. – 23. júlí og 27. – 29. júlí (7 skipti).  Hestamannaf. Skagfirðingur stendur fyrir námskeiðinu.  Sjáið meiri upplýsingar neðar á síðunni.

Námskeið 4

Siglufirði 31. júlí - 3. ágúst (4 skipti)

Námskeið 4

Siglufirði 31. júlí – 3. ágúst (4 skipti).  Hestamannaf. Glæsir stendur fyrir námskeiðinu.  Sjáið meiri upplýsingar neðar á síðunni.

Námskeið 5

Siglufirði 6.-15. ágúst (10 skipti)

Námskeið 5

Siglufirði 4.-7. ágúst og 10.-15. ágúst (10 skipti).  Hestamannaf. Glæsir stendur fyrir námskeiðinu.  Sjáið meiri upplýsingar neðar á síðunni.

Fullorðinsnámskeið.

Hofsósi í júní, Fljótum í júlí, Sigló í ágúst.

Fullorðinsnámskeið

Ef næg þáttaka fæst verða þessi þrjú námskeið fyrir fullorðna:  Hofsós 8.-11. júní og 15.-16. júní (6 skipti), Fljótum 20.-22. júlí og 27.-29. júlí (6 skipti), Siglufirði 10.-15. ágúst (6 skipti).  Sjáið meiri upplýsingar neðar á síðunni.

Almennt um reiðnámskeiðin fyrir börn og ungmenni:

Allir velkomnir á öll námskeiðin, óháð búsetu eða félagsaðild.

Reiðnámskeið eru fyrir 6 ára og eldri, bæði byrjendur og lengra komna.  Við bjóðum upp á reiðkennslu í litlum hópum, 4-6 börn í hóp. Kennslan fer fram í gerði og úti í náttúrunni. Börnin læra að undirbúa hestinn fyrir reið, og við gerum skemmtilegar æfingar til að bæta jafnvægi og stjórnun. Einnig verður farið í fjölbreytta fræðslu um hestana, eins og hegðun og skynjun hestsins, umgengni við hesta, öryggismál, nöfn á líkamspörtum hestsins og reiðtygjum, og alls kyns fjölbreytt viðfangsefni. Þau læra að teyma hesta rétt og að fá aukinn skilning á því hvernig hesturinn hugsar og tjáir sig, og að stjórna hesti bæði í gerði og í reiðtúrum.  Reiðkennarinn skiptir börnunum í hópa eftir getu til að tryggja að allir fái verkefni við sitt hæfi.  Þægir hestar og góð reiðtygi/hjálmar innifalin.  Við ætlum að hafa það mjög gaman saman.

Það er misjafnt milli námskeiða hvað lengi er kennt, en fjöldi kennslustunda samtals, er alls staðar sá sami.

Ef börnin þurfa að missa af 1-2 tímum gengur það samt yfirleitt upp, við skoðum það bara í hverju tilfelli fyrir sig.

Frekari upplýsingar hjá Arnþrúði í s: 8478716

Verð misjöfn eftir staðsetningu, fer eftir styrkjum sem Langhús fá annars staðar frá til að halda viðkomandi námskeið (ath. styrkina/niðurgreiðslurnar sem eru í boði fyrir þátttakendur, sjá hér að neðan).

Skráning, styrkir, tímasetningar, staðsetning vegna námskeiða fyrir börn og ungmenni:

Um námskeið 1, Hofsósi:  Skráning fyrir skagfirsk börn fer helst fram í gegnum Nora kerfið, umss.felog.is og fæst þá styrkur/niðurgreiðsla út á ónýtta Hvatapeninga/frístundastyrk (getur numið allt að 25.000 kr), þið hakið einfaldlega við það við skráningu og þá kemur styrkurinn sjálfkrafa inn sem niðurgreiðsla (hann fæst ekki endurgreiddur).  Við mætingu á námskeiðið er fyllt út einfalt form og þá fær barnið 2000 kr. niðurgreiðslu frá hestamannafélaginu Skagfirðingi.  Staðsetning:  Hesthúsahverfið Hofsósi.   Tímar kl. 14:45 (byrjendur), 16:30 (meira vanir). Ef það verður mikil skráning verður bætt við hópum/”holum” um morguninn.  Fullt verð 29.500.-

Um námskeið 2, Ólafsfirði:  Skráning fyrir börn á Ólafsfirði fer fram með því að senda tölvupóst til gnyfari1@gmail.com , og fæst þá styrkur/niðurgreiðsla út á ónýttar frístundaávísanir, einnig niðurgreiðir hestamannafélagið Gnýfari þátttöku barna á reiðnámskeiðum.  Afslátturinn getur því orðið umtalsverður.  Staðsetning:  Hesthúsahverfið Ólafsfirði.  Reiðnámskeiðin verða um morguninn svo þau skarist ekki á við knattspyrnuæfingar, nema ef það verður mikil skráning verður kannski bætt við “holli” eftir hádegi.  Verð 15.000 fyrir börn, 10.000 fyrir systkini.

Um námskeið 3, Fljótum:  Skráning fyrir skagfirsk börn fer helst fram í gegnum Nora kerfið, umss.felog.is og fæst þá styrkur/niðurgreiðsla út á ónýtta Hvatapeninga/frístundastyrk (getur numið allt að 25.000 kr), þið hakið einfaldlega við það við skráningu og þá kemur styrkurinn sjálfkrafa inn sem niðurgreiðsla.  Við mætingu á námskeiðið er fyllt út einfalt form og þá fær barnið 2000 kr. niðurgreiðslu frá hestamannafélaginu Skagfirðingi.  Staðsetning:  Langhús, Flókadal.  Tímasetningar í samráði við þátttakendur. Þetta námskeið er 7 dagar en ekki 10, og þá er bara kennt lengur í hvert sinn svo tímafjöldi verður svipaður.  Fullt verð 29.500.-

Um námskeið 4, Siglufirði:  Skráning fyrir börn á Siglufirði fer fram með því að senda tölvupóst til arnhei@simnet.is  , og fæst þá styrkur/niðurgreiðsla út á ónýttar frístundaávísanir, afslátturinn gegnum þær getur umtalsverður.  Staðsetning:  Hesthúsahverfið Siglufirði.  Reiðnámskeiðin verða um morguninn svo þau skarist ekki á við knattspyrnuæfingar, nema ef það verður mikil skráning verður kannski bætt við “holli” eftir hádegi.  Þetta námskeið er 4 dagar en ekki 10, og þá er bara kennt lengur í hvert sinn svo kennslustundafjöldi verður svipaður í öllum námskeiðum.  Verð 15.000.- og 10 % systkina-afsláttur.

Um námskeið 4, Siglufirði:  Skráning fyrir börn á Siglufirði fer fram með því að senda tölvupóst til arnhei@simnet.is  , og fæst þá styrkur/niðurgreiðsla út á ónýttar frístundaávísanir, afslátturinn gegnum þær getur umtalsverður.  Staðsetning:  Hesthúsahverfið Siglufirði.  Reiðnámskeiðin verða um morguninn svo þau skarist ekki á við knattspyrnuæfingar, nema ef það verður mikil skráning verður kannski bætt við “holli” eftir hádegi.  Verð 20.000.- og 10 % systkina-afsláttur.

Reiðnámskeið fyrir fullorðna:

Reiðnámskeið fyrir fullorðna verða líka haldin á Hofsósi, Fljótum og Siglufirði ef næg þátttaka fæst.  Farið verður í ýmsa þætti eins og á ungmennanámskeiðunum, en fræðslan verður að sjálfsögðu við hæfi fullorðinna.  Við ætlum að hafa það mjög gaman saman.

Ef fólk þarf að missa af einum tíma gengur það samt yfirleitt upp, við skoðum það bara í hverju tilfelli fyrir sig.

Tími:  Kl. 19:00 á Hofsósi , 1  –  1 1/2 klst. í hvert sinn, en endum með lengri reiðtúr síðasta daginn, bjóðum jafnvel öðru hestafólki á svæðinu með í létta hópreið sem hentar öllum.

Tími í Fljótum: 1-2 klsti í hvert sinn.  Það á hvaða tíma dagsins námskeiðin verða haldin verður valið eitthvað í samráði við þátttakendur.  Við endum kannski með lengri reiðtúr síðasta daginn, bjóðum jafnvel öðru hestafólki á svæðinu með í létta hópreið sem hentar öllum.

Tími á Siglufirði:  Kl. 17:30 á Siglufirði, 1  –  1 1/2 klst. í hvert sinn, en endum með lengri reiðtúr síðasta daginn, bjóðum jafnvel öðru hestafólki á svæðinu með í létta hópreið sem hentar öllum.

Fram þarf að koma við skráningu: Fullt nafn, símanúmer og kennitala þátttakanda.
Takið einnig fram ef það er eitthvað sem þyrfti að taka tillit til eða þið teljið að sé gagnlegt fyrir okkur að vita fyrirfram.

Verð 29.500.

Skráning, styrkir, staðsetning vegna námskeiða fyrir fullorðna:

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til: arnhei@simnet.is

Starfsmenntasjóðir verkalýðsfélaga styrkja gjarnan vegna námskeiðsgjald á ýmsum endurmenntunarnámskeiðum eins og þessum, verið ófeimin að spyrja verkalýðsfélögin.

Staðsetning:  Hesthúsahverfin á Hofsósi, Ólafsfirði, Siglufirði, og að Langhúsum í Flókadal í Fljótum.

Hestaleiga:

Við munum líka bjóða upp á hestaleigu á Hofsósi/Siglufirði/Ólafsfirði á þeim tímabilum þegar sem námskeiðin verða haldin þar. Við bjóðum upp á mjög góð tilboðsverð sumarið 2020, til dæmis gegnum gjafabréf ríkissjóðs.  Sjá síðu okkar Hestaleiga

http://icelandichorse.is/

Um reiðkennarann:

Ég er menntuð frá reiðskólanum á Hólum og með kennararéttindi frá Kennaraháskóla Íslands, hef verið grunnskólakennari í 20 ár og rekið hestaleigu í 8 ár með alls kyns reiðkennslu í tengslum við hana, einnig tamið og þjálfað hross frá því ég var ung.  Svo hef ég með mér gott aðstoðarfólk.

Arnþrúður Heimisdóttir, Langhúsum, Fljótum (Lukka).

http://icelandichorse.is/